top of page

Hver er ég ?

Ég og fjölskyldan mín

Mynd eftir vinkonu mína, Elsu Maríu

Sara Andrea heiti ég og stend á bakvið Sara Andrea Photography. Ég er 30 ára gömul og bý í Reykjavík. Ég á eiginmann og tvo syni fædda 2020 og 2023. 

Áhuginn minn á ljósmyndun kviknaði þegar ég var 13 ára gömul og fór að prófa Canon myndavél hjá foreldrum mínum og þá var ekki aftur snúið. Þegar ég var 17.ára keypti ég mér fyrstu stóru myndavélina mína. Fyrst um sinn tók ég aðalega myndir af náttúru Íslands en hef smátt og smátt fært mig yfir í barna- og fjölskylduljósmyndun. 

Ég lauk sérnámi í Ljósmyndun í Upplýsingatækniskólanum vorið 2018. Ljósmyndun er frábær leið til að varðveita minningar. Mér finnst mjög gaman að upplifa mikilvægar stundir í lífi fólks með ljósmyndun. Það er ómetanlegt að eiga fallegar myndir af t.d. fyrstu dögum barns, fermingu, útskrift eða brúðkaupsdeginum.

Í myndatökum legg ég mikla áherslu á að öllum líði vel og séu afslappaðir. Ég tek að mér allskyns verkefni. Endilega sendu mér skilaboð ef þú vilt fanga stór eða lítil mikilvæg augnablik í þínu lífi.

Hlakka til að heyra frá þér !

Sara Andrea

Nám og námskeið

2010-14

Menntaskólinn við Sund

Stúdentspróf - Félagsfræði

2015-2017

Upplýsingatækniskólinn

Grunnbraut upplýsinga og fjölmiðlagreina

2017-2018

Upplýsingatækniskólinn

Ljósmyndun

Maí 2021

NTV 

Grunnnám í bókh. + Excel

Apríl 2022

Rán Bjargar Photography

Námskeið í Nýburaljósmyndun 

Hafa samband

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page